Fjölskyldan Jóhannes, Erla, Jóhanna Kristín dóttir þeirra og barnabörnin. Á myndina vantar yngsta barnabarnið.
Fjölskyldan Jóhannes, Erla, Jóhanna Kristín dóttir þeirra og barnabörnin. Á myndina vantar yngsta barnabarnið.

Jóhannes Ævar Hilmarsson er fæddur 9. ágúst 1954 á fæðingarheimilinu í Reykjavík.

„Við fjölskyldan flökkuðum á milli staða og vorum á Siglufirði á sumrin, pabbi var að vinna þar en fast heimili varð síðan í Kópavogi þegar ég byrjaði í skóla 1960. Fyrst áttum við heima á Víghólastíg og síðan á Álfhólsvegi. Ég var í sveit á Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi hjá góðu fólki í nokkur sumur.“

Jóhannes gekk í Kópavogsskóla og Víghólaskóla, síðan í Iðnskólann í Reykjavík og kláraði múraraiðn 1978.

Hann vann sem múrari til 1981 en var síðan sjómaður á olíuskipinu Kyndli í 22 ár, fyrst sem háseti og síðan bátsmaður. „Við sigldum hringinn í kringum landið og dreifðum olíu um allt land, þetta voru fimm vikna tarnir og svo fórum við í frí. Við sáum líka um lýsisflutninga erlendis á

...