Rætur vandans þarf að ræða

Gengið hefur á með mótmælum og óeirðum víða í Bretlandi, sem hverfst hafa um innflytjendamál þótt þar komi fleira til. Eftir stendur klofið þjóðfélag.

Rósturnar, sem blessunarlega eru í rénun, mátti upphaflega rekja til ódæðis í Southport nærri Liverpool, þar sem 17 ára piltur af erlendu bergi brotinn, stakk þrjár telpur til bana og særði fjölda annarra alvarlega.

Yfirvöld vildu í fyrstu ekkert segja um illvirkjann, en hviksögur báru að hann væri múslimi og hælisleitandi, sem hvorugt er rétt. Sá falski neisti kveikti það bál sem blossaði fyrst upp í Sunderland en logarnir breiddust út til Bristol, Stoke, Hull, Belfast, Leeds, Manchester, Blackpool, Liverpool, Lundúna og víðar.

Þar hefur til allrar hamingju ekkert manntjón orðið, en eignatjónið gríðarlegt, margir sárir og fleiri skelfdir,

...