Áætlaður kostnaður við nýja aðgerðaáætlun Grindavíkurnefndar er metinn 470 milljónir króna en þar af greiðir Grindavíkurbær 30 milljónir og ríkið 440. Áætlunin felur meðal annars í sér viðgerðir á innviðum í bænum, jarðkönnun á svæðinu og gerð mannheldra girðinga
Grindavík Í aðgerðaáætlun Grindavíkurnefndar kemur fram að til stendur að gera við vegi, girða af sprungur og hækka sjóvarnir við höfn bæjarins.
Grindavík Í aðgerðaáætlun Grindavíkurnefndar kemur fram að til stendur að gera við vegi, girða af sprungur og hækka sjóvarnir við höfn bæjarins. — Morgunblaðið/Eyþór

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Áætlaður kostnaður við nýja aðgerðaáætlun Grindavíkurnefndar er metinn 470 milljónir króna en þar af greiðir Grindavíkurbær 30 milljónir og ríkið 440. Áætlunin felur meðal annars í sér viðgerðir á innviðum í bænum, jarðkönnun á svæðinu og gerð mannheldra girðinga. Nefndarmaður í Grindavíkurnefnd segir undirbúning við aðgerðirnar þegar hafinn þrátt fyrir að líkur séu á gosi við bæinn á hverri stundu.

Langstærsti liðurinn í aðgerðaáætluninni

...