Svartur á leik
Svartur á leik

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 dxc4 5. e3 a6 6. a4 b6 7. Bxc4 Bb7 8. 0-0 Bb4 9. De2 0-0 10. Re5 Rbd7 11. Rxd7 Dxd7 12. Hd1 De7 13. f4 c5 14. Ra2 cxd4 15. Rxb4 Dxb4 16. b3 Dc3 17. Bd2 Dc2 18. Hac1 Df5 19. exd4 Had8 20. De5 Dg6 21. Bf1 Bd5 22. Hc3 Re4 23. Bd3 Dg4 24. Hcc1

Staðan kom upp á opna kanadíska meistaramótinu sem fór fram fyrir skömmu í Quebec. Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.500) hafði svart gegn Indverjanum Sriram Sarja (2.138). 24. … Rc3! og hvítur gafst upp enda hótar svartur máti á g2 og hróknum á d1. Hollenski stórmeistarinn Jorden Van Foreest (2.671) vann mótið með yfirburðum, fékk 8 1/2 vinning af 9 mögulegum. Vignir fékk 6 1/2 vinning og lenti í 6.-9. sæti. Þegar þessu móti lauk, 18. júlí, tók Vignir í framhaldinu þátt í sterku lokuðu móti þar sem hann deildi öðru sætinu.