Antony Blinken
Antony Blinken

Blinken, utanríkisráðherra Bidens, sagði í fyrrakvöld að bæði Íran og Ísrael yrðu að draga úr spennu í Mið-Austurlöndum og tryggja að átök á svæðinu mögnuðust ekki.

Enginn ætti að magna þessi átök,“ sagði hann, en minntist ekki á, að eftir hryllingsmorðæðið 7. október, sem Hamas-hryðjuverkamenn stóðu fyrir, öllum að óvörum, gegn varnarlausu fólki, lýsti stjórnin í Jerúsalem því yfir, að óhjákvæmilegt yrði að fara strax í aðgerðir gegn Hamas, þar til því verki væri lokið, svo að hinn ljóti leikur yrði ekki reyndur á ný.

Engin lýðræðislega kjörin stjórn andmælti því. „Við höfum rætt ýtarlega við bandamenn okkar og komið þessum boðum á framfæri beint við Íran. Og við höfum komið þeim beint á framfæri við Ísrael,“ sagði Blinken.

Íran hefur hótað viðbrögðum eftir að

...