Íslands- og bikarmeistarar Víkings gerðu jafntefli við Flora Tallinn frá Eistlandi, 1:1, í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta á Víkingsvellinum í Fossvogi í gærkvöldi
Víkin Jón Guðni Fjóluson og Aron Elís Þrándarson svekktir í gær. Víkingar eru enn í bullandi séns um að halda áfram þrátt fyrir vonbrigðaúrslit.
Víkin Jón Guðni Fjóluson og Aron Elís Þrándarson svekktir í gær. Víkingar eru enn í bullandi séns um að halda áfram þrátt fyrir vonbrigðaúrslit.

Í Víkinni

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Íslands- og bikarmeistarar Víkings gerðu jafntefli við Flora Tallinn frá Eistlandi, 1:1, í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta á Víkingsvellinum í Fossvogi í gærkvöldi. Seinni leikurinn fer fram ytra á fimmtudaginn í næstu viku en sigurvegarinn mætir tapliðinu úr einvígi UE Santa Coloma frá Andorra og RFS Riga frá Lettlandi í úrslitaeinvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í haust. Þar er staðan 2:0 fyrir RFS og eru því allar líkur á að sigurliðið mæti UE Santa Coloma.

Víkingar byrjuðu leikinn af krafti en dýrkeypt mistök Jóns Guðna Fjólusonar á 20. mínútu sáu til þess að framherji Flora, Mark Anders Lepik, komst í boltann og Ingvar Jónsson braut síðan á honum og gestirnir fengu víti. Lepik

...