Jónína Elísa Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 17. júlí 1949. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 30. júlí 2024.

Hún ólst upp í foreldrahúsum á Ísafirði til nítján ára aldurs. Dóttir hjónanna Guðmundar Ingvars Salómons Guðmundssonar og Helgu Elísabetar Kristjánsdóttir. Bræður Jónínu voru Kristján Rafn, f. 1944, d. 2024, og Albert, f. 1952, d. 2022. Einnig eignuðust Helga og Guðmundur aðra dóttur 1958 sem dó óskírð rúmlega hálfs mánaðar gömul.

Eftir hefðbundna skólagöngu í barna- og gagnfræðaskólanum í heimabyggð hélt hún til náms í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1967-1968, þar kynntist hún eftirlifandi maka sínum, Aðalsteini Jónssyni frá Víðivöllum í Fnjóskadal, sem nam þann vetur við bændaskólann á Hólum. Felldu þau hugi saman og trúlofast á vordögum og flutti hún til hans í Víðivelli um haustið og hófu félagsbúskap með foreldrum hans,

...