Þrenna Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði þrennu fyrir ÍA.
Þrenna Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði þrennu fyrir ÍA. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

ÍA kom sér í góða stöðu í toppbaráttu 1. deildar kvenna í knattspyrnu með því að vinna botnlið ÍR, 3:2, í Breiðholti í gærkvöldi. Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði öll þrjú mörk ÍA, sem er í fjórða sæti með jafnmörg stig og Grótta og ÍBV í sætunum fyrir ofan.

Selfoss og HK gerðu þá jafntefli, 2:2, á Selfossi. HK komst í 0:2 áður en Katrín Ágústsdóttir og Sonia Rada skoruðu fyrir Selfoss, sem er áfram í fallsæti.