„Dolfallinn aðdáandi“ er ekki óalgeng vera, sum átrúnaðargoð koma aðdáendum sínum reglulega á óvart. En dolfallinn þýðir steinhissa, agndofa af undrun. Meiningin var hins vegar forfallinn aðdáandi, þ.e.a.s

„Dolfallinn aðdáandi“ er ekki óalgeng vera, sum átrúnaðargoð koma aðdáendum sínum reglulega á óvart. En dolfallinn þýðir steinhissa, agndofa af undrun. Meiningin var hins vegar forfallinn aðdáandi, þ.e.a.s. óbetranlegur, eiginlega svo langt leiddur af aðdáun að hvernig sem hann nuddar augun sér hann goðið aldrei nema í ljóma.