Erna Sóley Gunnarsdóttir hafnaði í 20. sæti í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í París í gær er hún keppti í undankeppninni á sínum fyrstu leikum. Var keppt á hinum magnaða Stade de France-leikvangi, þjóðarleikvangi Frakklands
París Erna Sóley Gunnarsdóttir býr sig undir að varpa kúlunni á sínum fyrstu Ólympíuleikum á hinum magnaða Stade de France-leikvangi.
París Erna Sóley Gunnarsdóttir býr sig undir að varpa kúlunni á sínum fyrstu Ólympíuleikum á hinum magnaða Stade de France-leikvangi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í París

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Erna Sóley Gunnarsdóttir hafnaði í 20. sæti í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í París í gær er hún keppti í undankeppninni á sínum fyrstu leikum.

Var keppt á hinum magnaða Stade de France-leikvangi, þjóðarleikvangi Frakklands. Völlurinn mikilfenglegi var troðfullur og kastaði Erna því fyrir framan um 80.000 áhorfendur.

Hún kastaði lengst 17,39 metra, en það nægði ekki til að fara í úrslit. Sex efstu í hvorum riðli keppa til úrslita í kvöld, en Erna endaði í 11. sæti A-riðils.

Öll köstin yfir 17 metra

Köstin þrjú hjá Ernu voru svipuð. Það fyrsta 17,34 metrar, annað 17,39 metrar og það þriðja 17,29 metrar.

...