Ásýnd hluta, rými, staðir og tengsl manns og umhverfis eru meginviðfangsefni Himnu, nýrrar sýningar í SÍM Gallery við Hafnarstræti. Þar má sjá verk eftir listakonurnar Önnu Jóa, Huldu Ágústsdóttur og Ragnheiði Guðbjargar Hrafnkelsdóttur
Speglun Hulda er með þrjú verk á sýningunni þar sem hún er að leika með rýmið á skemmtilegan og óvæntan hátt.
Speglun Hulda er með þrjú verk á sýningunni þar sem hún er að leika með rýmið á skemmtilegan og óvæntan hátt. — Ljósmynd/María Margrét Jóhannsdóttir

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Ásýnd hluta, rými, staðir og tengsl manns og umhverfis eru meginviðfangsefni Himnu, nýrrar sýningar í SÍM Gallery við Hafnarstræti. Þar má sjá verk eftir listakonurnar Önnu Jóa, Huldu Ágústsdóttur og Ragnheiði Guðbjargar Hrafnkelsdóttur. Allar vinna þær í mismunandi miðla og eru verk þeirra innbyrðis ólík en mynda þrátt fyrir það forvitnilegan samhljóm í annars látlausu sýningarrými.

Sameiginlegur þráður

„Yfirskrift sýningarinnar, Himna, er hugmynd frá Huldu og okkur fannst þetta mjög fallegt orð sem á vel við um verkin. Þó að við vinnum með ólíka miðla og nálgumst hlutina á mismunandi hátt þá er hér líka einhver sameiginlegur þráður sem tengir okkur. Við

...