Þegar ég var í barnaskóla gaf faðir minn mér ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Það var í þá gömlu daga. Ég heillaðist af kvæðinu Óhræsið, um rjúpuna sem flúði undan valnum „í kjöltu konunnar í dalnum“; en hún dró umsvifalaust háls vesalings fuglsins úr lið

Tungutak

Baldur Hafstað

hafstad.baldur@gmail.com

Þegar ég var í barnaskóla gaf faðir minn mér ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Það var í þá gömlu daga. Ég heillaðist af kvæðinu Óhræsið, um rjúpuna sem flúði undan valnum „í kjöltu konunnar í dalnum“; en hún dró umsvifalaust háls vesalings fuglsins úr lið. Ég var svo óheppinn að setja fyrsta erindi þessa kvæðis í „minningabók“ skólasystur minnar ásamt titli ljóðsins: Óhræsið. Stúlkunni var ekki skemmt. Þannig fór um fyrstu ástarjátninguna.

Ég hefði betur skrifað í minningabókina erindi úr kvæðinu sem hefst á orðunum frægu: „Ástkæra, ylhýra málið.“ Kvæðið heitir reyndar Ásta, enda birtist ástin þar í

...