— Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson

Framkvæmdir standa nú yfir við Dynjanda en verið er að setja upp þrjá nýja útsýnispalla og hliðra gönguleiðinni að hluta til.

Áætluð verklok framkvæmdanna eru í lok september. Notuð hefur verið þyrla síðustu daga til að koma efni upp í hlíðina þar sem byggja á útsýnispallana þrjá. Þetta segir Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Edda segir aðgengi hafa verið takmarkað við útsýnispall númer tvö, við Göngumannafoss, meðan á þyrluflutningunum stóð. Síðustu daga hafi ekki verið hægt að komast fótgangandi lengra en að

...