Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, kemur fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16. „KK þarf vart að kynna en lög hans eru einkennandi fyrir sumarið á Íslandi. Þar má nefna lög eins og „Vegbúinn“,…
KK
KK

Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, kemur fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16. „KK þarf vart að kynna en lög hans eru einkennandi fyrir sumarið á Íslandi. Þar má nefna lög eins og „Vegbúinn“, „Hafðu engar áhyggjur“, „Lucky one“, „Kærleikur og tími“, „Þjóðvegur 66“ og „Bein leið“,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á löngum ferli hafi KK unnið til yfir tuttugu gull- og platínuverðlauna fyrir tónlist sína. Hann hefur einnig samið og spilað tónlist fyrir fjölda leiksýninga og kvikmynda. Miðar eru seldir við innganginn.