— Morgunblaðið/Arnaldur

Von að spurt sé enda margt sem öndvert hefur gengið undanfarið. Engin loðnuvertíð í vetur og hvalveiðar falla niður í ár en voru skertar í fyrra

Skerðingar voru líka á raforku til fyrirtækja í vetur vegna bágrar vatnsstöðu.

Ekki lítur betur út með lónin í haust. Álverð hefur lækkað og arður dregist saman.

Eins er með arðgreiðslur í útvegi, þær hafa minnkað. Hægt hefur á byggingum, lóðir dýrar og lánsfé sjálfkrafa skammtað með háu vaxtastigi sem bítur. Hópuppsagnir skjóta upp kolli og valda ótta. Ferðaþjónustan, sem var nýjasta Jesúbarnið, lætur undan síga og túristar eru sagðir forðast Reykjavík vegna dýrtíðar. Þeir vilja heldur sjá landið úr því að þeir eru komnir hvort eð er. Svo fréttist ýmislegt til útlanda eins og rángjald á leigubílaskutli og eldgos tíðari en annars staðar.

...