Árleg Hólahátíð fer fram að Hólum í Hjaltadal helgina 17. til 18. ágúst nk. Að sögn Gísla Gunnarssonar, víglubiskups í Hólastifti, hefur Hólahátíð verið haldin nánast samfellt frá árinu 1964, þegar svonefnt Hólafélag var stofnað
Hólar Hátíðin hefst með rútuferð frá Hólum til Atlastaða í Svarfaðardal.
Hólar Hátíðin hefst með rútuferð frá Hólum til Atlastaða í Svarfaðardal. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson

Björn Björnsson

Sauðárkróki

Árleg Hólahátíð fer fram að Hólum í Hjaltadal helgina 17. til 18. ágúst nk. Að sögn Gísla Gunnarssonar, víglubiskups í Hólastifti, hefur Hólahátíð verið haldin nánast samfellt frá árinu 1964, þegar svonefnt Hólafélag var stofnað. Árið 1950 var nýr turn kirkjunnar vígður og varð þá fljótlega til sú hefð að halda að Hólum menningarlega trúarhátíð og sem glæsilegasta.

Að þessu sinni hefst hátíðin á hefðbundinn hátt með rútuferð frá Hólum kl. 8 á laugardagsmorgni til Atlastaða í Svarfaðardal, en þar hefst pílgrímaganga heim til Hóla kl. 10 árdegis. Göngustjóri er sr. Þorgrímur Daníelsson. Önnur og styttri ganga verður upp í Gvendarskál, sem kennd er við Guðmund biskup góða Arason. Þar er göngustjóri Karl Lúðvíksson.

...