Tóm­as Ei­ríks­son Hjaltested úr Golf­klúbbi Reykja­vík­ur tók af­ger­andi for­ystu í karla­flokki á fyrsta keppn­is­degi Hval­eyr­ar­bik­ars­ins í golfi í Hafnar­f­irði og setti um leið nýtt vall­ar­met á Hval­eyr­ar­velli í gær. Tóm­as lék á 65 högg­um í blíðskap­ar­veðri og var á sjö högg­um und­ir pari vall­ar­ins sem hef­ur verið breytt á síðustu árum. Fyrr í sum­ar voru tvær nýj­ar braut­ir tekn­ar í notk­un og besta skorið af meist­ara­flokksteig­um eft­ir það var 68 högg hjá Axel Bóas­syni, eða þar til í gær.