Vitfús Blú og Vélmennin nefnist nýr íslenskur söngleikur eftir Egil Andrason sem jafnframt leikstýrir og frumsýndur verður hjá Afturámóti í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Verkinu er lýst sem „geim/vélmenna/stuðsöngleikssýningin“ sem gerist…

Vitfús Blú og Vélmennin nefnist nýr íslenskur söngleikur eftir Egil Andrason sem jafnframt leikstýrir og frumsýndur verður hjá Afturámóti í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Verkinu er lýst sem „geim/vélmenna/stuðsöngleikssýningin“ sem gerist árið 3033 og „fagnar ófrumleikanum og þversögnum mennskunnar í gegnum ýktan dans, stórsöng og ofleik“, eins og segir í kynningu. Sjö manna hljómsveit og sjö manna leikhópur miðlar sögunni, en meðal leikara eru Mikael Emil Kaaber og Sölvi Viggósson Dýrfjörð.