„Ég varð bergnuminn af Kálfshamarsvík, svo sem ótrúlegum stuðlabergsmyndunum þar,“ segir Þráinn Hauksson landslagsarkitekt. Eins og sagði frá hér í Morgunblaðinu á dögunum er nú í sumar unnið að umhverfisbótum í Kálfshamarsvík á Skaga
Útnes Kálfshamarsvík er nyrst á vestanverðum Skaga, en svo heitir svæðið milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Þarna var eitt sinn vísir að byggðarlagi, í nágrenni vitans sem vísar sjófarendum leið.
Útnes Kálfshamarsvík er nyrst á vestanverðum Skaga, en svo heitir svæðið milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Þarna var eitt sinn vísir að byggðarlagi, í nágrenni vitans sem vísar sjófarendum leið. — Ljósmynd/Þráinn Hauksson

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Ég varð bergnuminn af Kálfshamarsvík, svo sem ótrúlegum stuðlabergsmyndunum þar,“ segir Þráinn Hauksson landslagsarkitekt. Eins og sagði frá hér í Morgunblaðinu á dögunum er nú í sumar unnið að umhverfisbótum í Kálfshamarsvík á Skaga. Sveitarfélagið Skagabyggð, sem nú hefur verið sameinað Húnabyggð, sótti um stuðning til vinnu þar og fékk 3,6 milljóna króna framlag úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Það var með áskilnaði um 20% mótframlag.

Svæði sem á mikið inni

Gamlar girðingar hafa verið fjarlægðar og nýjar settar upp. Gönguleiðir hafa verið merktar og hnitsettar, tréstígar settir yfir blautustu svæðin á þeim leiðum. Þetta er meðal þess sem gert hefur verið í Kálfshamarsvík; stað sem Erla Jónsdóttir, til skamms tíma oddviti Skagabyggðar,

...