Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Fjór­ir sóttu um embætti yf­ir­dýra­lækn­is hjá Mat­væla­stofn­un en um­sókn­ar­frest­ur rann út 29. júlí. Þetta kem­ur fram í tilkynningu frá matvælaráðherra, en embættið var aug­lýst laust til um­sókn­ar hinn 4. júlí síðastliðinn.

Þeir sem sóttu um starfið eru Brigitte Brug­ger sér­greina­dýra­lækn­ir, Eg­ill Þorri Stein­gríms­son dýra­lækn­ir, Vig­dís Tryggva­dótt­ir sér­greina­dýra­lækn­ir og Þóra Jó­hanna Jón­as­dótt­ir sér­greina­dýra­lækn­ir.

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra skip­ar í embættið til fimm ára eftir matsgerð hæfn­is­nefnd­ar.