Ástar-haturssamband Íslendinga við veðrið náði nýjum hæðum um mitt sumar. Í júlí var sólskin í Reykjavík 73,9 stundum undir meðaltali áranna 1991-2020. Norðlendingar áttu þó betri daga því að á Akureyri skein sólin 22,5 stundum yfir meðaltali á sama tímabili
Þrátt fyrir slagviðri í Vestmannaeyjum var lífið yndislegt um verslunarmannahelgina á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar.
Þrátt fyrir slagviðri í Vestmannaeyjum var lífið yndislegt um verslunarmannahelgina á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar. — Ljósmynd/Óskar Pétur

3.8.-9.8.

Guðrún Sæmundsen

gss@mbl.is

Ástar-haturssamband Íslendinga við veðrið náði nýjum hæðum um mitt sumar. Í júlí var sólskin í Reykjavík 73,9 stundum undir meðaltali áranna 1991-2020. Norðlendingar áttu þó betri daga því að á Akureyri skein sólin 22,5 stundum yfir meðaltali á sama tímabili.

Eitthvað voru þó landsmenn og aðrir á faraldsfæti þegar umferðarmet var slegið í júlí.

Skiptar skoðanir eru á aðsetursskráningu Grindvíkinga en framkvæmdanefnd sagðist í vikunni ætla að taka málið fyrir – einhvern tímann – á Alþingi.

...