Þessa dagana gefst gott tækifæri til að fylgjast með nokkrum liðsmönnum Íslands við taflið í undirbúningsferli fyrir ólympíuskákmótið sem hefst í Búdapest þann 10. september nk. Í vikunni hóf Hjörvar Steinn Grétarsson þátttöku sína á…
Í baráttunni á NM Hjörvar Steinn Grétarsson.
Í baráttunni á NM Hjörvar Steinn Grétarsson. — Ljósmynd/Ómar Óskarsson.

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Þessa dagana gefst gott tækifæri til að fylgjast með nokkrum liðsmönnum Íslands við taflið í undirbúningsferli fyrir ólympíuskákmótið sem hefst í Búdapest þann 10. september nk. Í vikunni hóf Hjörvar Steinn Grétarsson þátttöku sína á Norðurlandamótinu í skák sem fram fer í Þrándheimi í Noregi en hinn fulltrúi Íslands þar er Íslandsmeistari kvenna, Olga Prudnynkova. Þetta er níu umferða opið mót með 68 þátttakendum og er Hjörvar nr. 7 í styrkleikaröðinni en stigahæsti keppandinn er Norðmaðurinn Jon Ludvig Hammer. Hjörvar hafði hlotið 2½ vinning af 3 mögulegum en Olga var með 1½ vinning. Hjörvar átti í gær að tefla við gamlan kunningja, norska stórmeistarann Frode Urkedal, en

...