50% raunhækkun á tíu árum

Skattar á Íslandi eru háir og hugmyndir um fleiri og hærri skatta eru algengari en hinar, um fækkun og lækkun. Ýmsir, einkum vinstra megin við miðju stjórnmálanna, sjá töluverð tækifæri í nýjum sköttum og rökstyðja það á ýmsan hátt. Nýjasta tíska í þeim efnum eru umhverfissjónarmið en ákall um aukinn jöfnuð og réttlæti er líka klassísk réttlæting aukinna álaga. Lækkun annarra skatta á móti er þó aldrei á dagskrá þeirra sem vilja hækkun einstakra skatta, svo einkennilegt sem það er miðað við rökstuðninginn. Óhjákvæmilegt er að draga þá ályktun að ástæðan sé einfaldlega sú að tilgangurinn sé í raun að draga meira fé frá almenningi og til ríkisins og sveitarfélaganna. Umhverfissjónarmið eða réttlætisrök eru þannig ekkert annað en yfirvarp.

Meðal þeirra skatta sem hafa farið hækkandi á undanförnum árum eru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði. Þeir skattar snerta almenning ekki með beinum hætti þannig

...