Jón Guðmundsson fæddist 1574 í Ófeigsfirði á Ströndum. Foreldrar hans voru Guðmundur Hákonarson og Sæunn Indriðadóttir. Jón var skáld, læknir, náttúrufræðingur, listaskrifari, málari, tannsmiður og fyrstur til að skrifa rit á íslensku um náttúru…
Hvalir og rostungur Teikningar eignaðar Jóni lærða.
Hvalir og rostungur Teikningar eignaðar Jóni lærða.

Jón Guðmundsson fæddist 1574 í Ófeigsfirði á Ströndum. Foreldrar hans voru Guðmundur Hákonarson og Sæunn Indriðadóttir.

Jón var skáld, læknir, náttúrufræðingur, listaskrifari, málari, tannsmiður og fyrstur til að skrifa rit á íslensku um náttúru Íslands, Ein stutt undirrétting um Íslands aðskiljanlegar náttúrur. Hann tók einnig saman náttúrulækningaritið Um nokkrar grasanáttúrur.

Jón lærði andmælti Spánverjavígunum 1615 opinberlega, en hrökklaðist eftir það af Vestfjörðum. Eftir það settist hann að undir Jökli og stundaði meðal annars lækningar en var kærður fyrir galdra og dæmdur útlægur af landinu. Jón fór til Kaupmannahafnar og fékk málið tekið upp að nýju en á Alþingi 1637 var dómurinn staðfestur. Jón fékk þó að lifa það sem eftir var ævinnar á Austurlandi og var seinast í Bjarnarey við Vopnafjörð.

Eiginkona Jóns var Sigríður Þorleifsdóttir. Þau áttu einn son og auk þess átti Jón laungetinn son.

Minningarsamkoma var haldin um

...