Í næstu kosningum til Alþingis mun ráðast hvaða leiðir verða farnar til að mæta stórum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag og sem þjóð meðal þjóða. Þar mun valið standa á milli þess að sýn jafnaðarmanna verði höfð að leiðarljósi eða…
Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir

Í næstu kosningum til Alþingis mun ráðast hvaða leiðir verða farnar til að mæta stórum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag og sem þjóð meðal þjóða. Þar mun valið standa á milli þess að sýn jafnaðarmanna verði höfð að leiðarljósi eða hvort notast verði áfram við gömlu leiðirnar sem hafa nú þegar sýnt að duga ekki í velferðarsamfélagi.

Leiðarljós jafnaðarstefnunnar eru öflug heilbrigðis- og velferðarþjónusta fyrir alla, jafnrétti til náms, heilbrigður vinnumarkaður sem stendur vörð um réttindi launamanna, mannúð, jafnrétti og mildi. Með efnahagsstjórn jafnaðarmanna er þetta mögulegt. Ævinlega skal taka almannahagsmuni fram fyrir sérhagsmuni og tryggja að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindir sínar. Ranglæti og spillingu má ekki líða.

Við erum rík þjóð og eigum að gæta að lífsgæðum allra, ekki síst barna. Það er hægt og við höfum efni á

...

Höfundur: Oddný Harðardóttir