Dúó Ausra Motuzaite-Pinkeviciene og Vidas Pinkevicius.
Dúó Ausra Motuzaite-Pinkeviciene og Vidas Pinkevicius.

Boðið verður upp á tvenna tónleika í tónleikaröðinni Orgelsumar í Hallgrímskirkju um helgina. Í dag, laugardag, kl. 12 flytja Tuuli Rähni og Selvadore Rähni fjölbreytta dagskrá fyrir orgel og klarínett sem inniheldur frumsamin lög frá þeim báðum ásamt verkum eftir m.a. Sigvalda Kaldalóns og Mozart.

Á morgun, sunnudag, kl. 17 flytur orgeldúóið Baltic Reverie verk eftir Mankell, Naujalis, Gade, Vidas Pinkevicius og Hildigunni Rúnarsdóttur. Dúóið skipa hjónin Vidas Pinkevicius og Ausra Motuzaite-Pinkeviciene, sem eru organistar frá Litáen. Miðar á hvora tveggja tónleika eru seldir í anddyri Hallgrímskirkju og á vefnum tix.is.