Gleðilega Hinsegin daga í Jesú nafni.
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson

Víða í Biblíunni er talað um samkynhneigð sem synd, sérstaklega í Gamla testamentinu. En þá er fyrst og fremst verið að fordæma siði og venjur og trúarbrögð Grikkja og annarra sem litu frjálslega á kynferði manna á þessum öldum. Páll postuli hefur vissulega samkynhneigð á hornum sér, en það sama gildir um konur sem hann vill ekki að fái að tala í samkunduhúsinu, svo dæmi sé tekið. Allt annað gildir um Jesúm. Honum var slétt sama hvort menn væru samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir eða eitthvað allt annað. Í augum Jesú erum við fyrst og fremst Guðs börn, hvort sem við erum hvít eða svört, karlar eða konur, rauðhærð eða dökkhærð, samkynhneigð eða gagnkynhneigð. Það undirstrikar hann oft og iðulega með orðum sínum og gerðum. Við megum ekki gleyma því að samkynhneigð var talin sjálfsögð í austurhluta Rómaveldis á tímum Jesú. Jesús ólst upp og starfaði í Galíleu og Júdeu sem voru

...