Áttunda plata Emmsjé Gauta, Fullkominn dagur til að kveikja í sér, kom út fyrr í sumar. Í tilefni þess verða útgáfutónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. ágúst þar sem hann mun koma fram ásamt góðum hópi listamanna
Emmsjé Gauti stígur út fyrir þægindarammann.
Emmsjé Gauti stígur út fyrir þægindarammann. — Morgunblaðið/Ásdís

Áttunda plata Emmsjé Gauta, Fullkominn dagur til að kveikja í sér, kom út fyrr í sumar. Í tilefni þess verða útgáfutónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. ágúst þar sem hann mun koma fram ásamt góðum hópi listamanna.

„Þetta er kirkjan sem ég gifti mig í og frumflutti lagið Klisja sem er á plötunni. Mér fannst við hæfi að halda tónleikana þar og sækja í ræturnar á plötunni. Síðan hef ég aldrei spilað í Fríkirkjunni en alltaf langað til að gera það. Ég fór á Mugison og KK um jólin og var alveg dáleiddur,“ segir Gauti.

Tónleikarnir munu standa yfir í klukkutíma og verða aðeins öðruvísi en aðdáendur hans eru vanir.

„Ég er búinn að gera aðeins öðruvísi og meira kósí útgáfur af lögunum, en ég get ekki lofað því að það verði

...