Húsnæðisvandinn í borginni verður aðeins leystur með stórauknu lóðaframboði og lækkun á íbúðaverði til almennings.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Viðvarandi lóðaskortur vinstri flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur hefur marga ókosti í för með sér. Lóðaskorturinn hefur leitt af sér mjög hátt húsnæðisverð, sem gerir mörgum erfitt um vik að eignast íbúð eða kemur jafnvel í veg fyrir það. Margt ungt fólk býr lengur í foreldrahúsum en það kærir sig um þar sem það hefur ekki efni á að kaupa eigin íbúð. Margir búa í leiguíbúð nauðugir viljugir þótt þeir hafi varla efni á því og vildu helst búa í eigin íbúð.

Hækkanir á húsnæðisverði vega þungt í verðbólgumælingum og ljóst er að þær eru einn helsti drifkraftur hárrar verðbólgu sem geisað hefur undanfarin ár. Síðast en ekki síst leiðir hækkandi húsnæðisverð af sér auknar álögur á almenning með hækkun fasteignaskatta og fasteignagjalda.

Vaxandi vandi

Vandinn

...