Lögfræðistofan Landslög hagnaðist um tæpar 200 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar nam hagnaðurinn 176 milljónum árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrir árið 2023.

Stofan seldi þjónustu fyrir 936 milljónir á síðasta ári og hækkuðu tekjur félagsins um 80 milljónir frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður síðasta árs nam 295 milljónum en til samanburðar nam hann 266 milljónum árið 2022.

Eigið fé 240 milljónir

Eigið fé félagsins stóð í 240 milljónum í lok síðasta árs og námu eignirnar 429 milljónum. Eiginfjárhlutfall Landslaga var 56,1% í lok ársins.

Hjá félaginu störfuðu 23 á síðasta ári en eigendur voru 15 í lok síðasta árs og nam úttekt þeirra árið 2023 um 176 milljónum. Árið 2022 nam úttekt eigenda um 200 milljónum.

...