Geturðu sagt okkur aðeins frá tónleikunum?

Ég var með tónleika með Sinfó í Háskólabíói árið 2010 og svo aftur í Eldborg árið 2011 þegar Harpa var nýopnuð. Þetta gekk alveg dásamlega vel og hafði Sinfó aftur samband í ár af því þau vildu halda aftur þessa tónleika nálægt Hinsegin dögum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan 2011 svo þetta verða ekki sömu tónleikarnir. Helmingurinn af lögunum var ekki enn þá til árið 2011 og seinni helmingur tónleikanna er allir gömlu smellirnir. Svo ætlum við að stelast til þess að frumflytja eitt nýtt lag af plötu sem ég er að vinna með Benna Hemm Hemm, sem mér finnst alveg gríðarlega spennandi verkefni.

Hvernig er að útsetja
þína tónlist fyrir Sinfó?

Það felst ákveðin áskorun í því að gera sinfónískar útgáfur af gleði-

...