Hans Kristian vill gleðja fólk og hjálpa. Hann er sjúkraflutningamaður og mótorhjólakappi.
Hans Kristian vill gleðja fólk og hjálpa. Hann er sjúkraflutningamaður og mótorhjólakappi. — Morgunblaðið/Ásdís

Í Drammen í Noregi býr sjúkraflutningamaðurinn og mótorhjólakappinn Hans Kristian Jørgensen. Hans stýrir þar oft aðgerðum á vettvangi slysa en í frítíma sínum þeysist hann um á Harley Davidson-fáki og bakar pitsur, en sérútbúinn pitsuofn er aftan á hjólinu. Hans er nú í Íslandsferð á hjólinu og gleður gesti og gangandi með sjóðheitum og ilmandi pitsum.

Umhugað um geðheilsu

Hans heimsótti björgunarsveitarmenn í Grindavík í vikunni og kom beint þaðan í viðtal til blaðamanns á stóra græna mótorhjólinu sínu. Í Grindavík voru menn ánægðir með pitsustopp Norðmannsins en Hans er umhugað að gleðja fólk sem hjálpar öðrum. Pitsurnar eru ávallt ókeypis, en Hans vill leggja sitt af mörkum til að bæta geðheilsu fólks. Hann segir að þegar hann mætir á hjólinu og býður upp á pitsu þá komi fólk út úr húsunum sínum, spjallar og á saman góðar stundir. Ævintýrið

...