Hátíðin er haldin í sönnum pönk/kommúnuanda og er í raun réttri á vegum þeirra sem hana sækja.
Einbeitt Borg hittir sveit í félagsheimilinu á Laugarbakka.
Einbeitt Borg hittir sveit í félagsheimilinu á Laugarbakka.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Hvaða tilgangi þjóna tónlistar­hátíðir? Af hverju eru þær haldnar, af hverjum, fyrir hverja og af hverju mætir fólk ár eftir ár? Aðstandendur Norðanpaunks buðu mér að kíkja á sig um liðna helgi og lögðum við hjónin af stað í bítið á laugardagsmorgni með skyldustoppi í Geirabakaríi að sjálfsögðu. Ég hef lengi vitað af hátíðinni, hef alltaf verið á leiðinni, og því fagnaði ég þessu góða boði. Hátíðin er nokk einstök, er „gerðuþaðsjálfur“-hátíð eða DIY („do-it-yourself“), nálgun sem snýst um grasrótarstarfsemi og sjálfbærni. Hugtakið „gerumþaðsaman“ er þá að ryðja sér til rúms líka og er meira hæfandi í raun í þessu tilfelli (DIT= „do-it-together“). Hátíðin er haldin í sönnum pönk/kommúnuanda og er í raun réttu á vegum þeirra sem hana sækja. Hún er skilgreind

...