Elliði Vignisson
Elliði Vignisson

Athyglisvert er að lesa viðtal við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfusi, sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þar kemur fram mikill framkvæmdahugur og vilji til uppbyggingar sem höfuðborgin til dæmis mætti taka sér til fyrirmyndar.

Í undirbúningi er 450 milljarða króna fjárfesting í atvinnuskapandi verkefnum og talið að til geti orðið um 2.000 störf vegna þeirra. Það munar um minna fyrir 3.000 manna sveitarfélag og það jafnvel þó að aðeins hluti af þessum áformum yrði að veruleika.

Bæjarstjórinn gerir ráð fyrir að árið 2030 verði íbúar orðnir allt að 5.000. Enginn hörgull verður á byggingarlandi, segir Elliði: „Við brjótum einfaldlega nýtt land undir byggð, ef þörf krefur.“ Og hann bætir við að mikið sé til af landi þannig að það sé „engin ástæða fyrir okkur til að draga úr lóðaframboði til að

...