Leifsstöð Brottförum erlendra farþega fjölgar í júlí.
Leifsstöð Brottförum erlendra farþega fjölgar í júlí. — Morgunblaðið/Eggert

Um 277 þúsund erlendir ferðamenn flugu af landi brott um Keflavíkurflugvöll í júlímánuði, samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Eru það 1.300 fleiri brottfarir erlendra farþega ef borið er saman við tölur frá júlí 2023. Þarf að líta aftur til ársins 2018 til að finna hærri fjölda brottfara í júlí en þá nam fjöldinn 278 þúsund.

Í tilkynningu Ferðamálastofu segir að þriðjungur erlendu farþeganna í júlí í ár hafi verið Bandaríkjamenn, eða ríflega 99 þúsund. Þeim fækkar þó um 12,8% frá því í júlí í fyrra. Þjóðverjar komu þar á eftir, um 18.400 talsins eða 6,7% heildarbrottfara í júlí. Um er að ræða 16,1% færri brottfarir Þjóðverja en i júlí í fyrra.

Í heildina hefur þó brottförum erlendra farþega frá Íslandi, það sem af er ári, fjölgað um 0,9% ef borið er saman við sama tímabil í fyrra. Þannig hafa um 1,24 milljónir erlendra farþega farið frá

...