Það eru allt í einu komin spennandi atvinnutækifæri. Og svo núna á síðustu árum með Kerecis. Við erum að sjá risafyrirtæki með mikið af spennandi störfum. Þetta var ekki svona.
Skrifstofur Bláma eru í Bolungarvík.
Skrifstofur Bláma eru í Bolungarvík. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þorsteinn tók á móti blaðamönnum á skrifstofu sinni í Bolungarvík. Hann tók við starfinu árið 2021 þegar Bláma var komið á fót en hann starfaði áður sem sérfræðingur á viðskiptaþróunarsviði Arnarlax. Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og Vestfjarðastofu.

„Ég var búinn að vera hjá Arnarlaxi í fimm ár og var mjög ánægður þar. Ég hugsaði að það væri gaman að prófa orkugeirann, ég hafði enga reynslu í orkugeiranum. Ég er reyndar vélstjóri í grunninn og seinna viðskiptafræðingur,“ segir Þorsteinn um af hverju hann ákvað að sækjast eftir starfi hjá Bláma fyrir þremur árum.

Þorsteinn er fæddur og uppalinn á Ísafirði og segir það hafa verið frábært að alast upp fyrir vestan.

„Ég fór

...