Nýr stjóri Snæbjörn Brynjarsson.
Nýr stjóri Snæbjörn Brynjarsson.

Snæbjörn Brynjarsson hefur verið ráðinn nýr leikhússtjóri Tjarnarbíós. Hann tekur við starfinu af Söru Marti Guðmundsdóttur sem kveður Tjarnarbíó í lok ágúst. „Í hennar tíð hafa áhorfendatölur aukist töluvert og nýtt svið bæst við í húsið. Síðasta ár var aðsóknarmesta ár í sögu Tjarnarbíós síðan leikhúsið opnaði árið 2013,“ segir í tilkynningu.

Snæbjörn er með BA-próf í fræðum og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og BA-próf í japönsku máli og menningu frá Háskóla Íslands. Hann á að baki sér fjölbreyttan starfsferil, m.a. sem leikari með franska leikhópnum Vivarium Studio og leikhússins Nanterre Amandiers, sem rithöfundur og blaðamaður. Á árunum 2015-2021 var hann leikhúsgagnrýnandi fyrir RÚV í sjónvarpi og á Rás 1. Árið 2018 stofnaði hann menningarrýmið Midpunkt í Hamraborg og í kjölfarið á því listahátíðina Hamraborg Festival, en hann hefur verið einn af listrænum stjórnendum hennar

...