Brasilía Hér má líta brak flugvélarinnar í miðju íbúðahverfi.
Brasilía Hér má líta brak flugvélarinnar í miðju íbúðahverfi. — AFP/Miguel Schincariol

Enginn komst lífs af þegar farþegaflugvél með 61 um borð brotlenti í íbúðahverfi í borginni Vinhedo í São Pau­lo-ríki í Brasilíu í gær. Flugvélin, sem var á vegum flugfélagsins VoePass, var á leið frá Cascavel í suðurhluta Parana-ríkis til alþjóðaflugvallarins í São Pau­lo-ríki. Alls voru 57 farþegar um borð ásamt fjögurra manna áhöfn. Ekki liggur fyrir hvað kann að hafa orsakað slysið.

Á myndskeiðum sem birt voru á netmiðlum mátti sjá vélina hringsnúast er hún hrapaði til jarðar. Skömmu eftir brotlendingu steig upp mikill og svartur reykmökkur frá slysstaðnum.

Mikill viðbúnaður var á vettvangi, þar á meðal voru slökkviliðsmenn, herlögregla og almannavarnayfirvöld í Brasilíu.