Stjarnan og Valur gerðu jafntefli, 1:1, þegar liðin áttust við í 16. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Garðabænum í gærkvöldi. Valur missteig sig þar með í toppbaráttunni en heldur þó toppsætinu, þar sem liðið er með 43 stig, fjórum meira en Breiðablik sem á leik til góða gegn Þór/KA í dag
Fyrirgjöf Fanndís Friðriksdóttir lagði upp mark Vals fyrir Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur í 1:1-jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær.
Fyrirgjöf Fanndís Friðriksdóttir lagði upp mark Vals fyrir Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur í 1:1-jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Stjarnan og Valur gerðu jafntefli, 1:1, þegar liðin áttust við í 16. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Garðabænum í gærkvöldi.

Valur missteig sig þar með í toppbaráttunni en heldur þó toppsætinu, þar sem liðið er með 43 stig, fjórum meira en Breiðablik sem á leik til góða gegn Þór/KA í dag. Stjarnan siglir áfram lygnan sjó og er í sjöunda sæti með 20 stig.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt fjórða mark í níunda leiknum í sumar þegar hún kom Val yfir eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Hún skoraði þá með góðum skalla eftir flotta fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur frá hægri.

Fjórum mínútum fyrir leikslok

...