Kisi í felum undir fótstigum aðstoðarflugmannsins í stjórnklefa vélarinnar. Hann var nokkuð skelkaður í sinni fjórðu flugferð á skömmum tíma.
Kisi í felum undir fótstigum aðstoðarflugmannsins í stjórnklefa vélarinnar. Hann var nokkuð skelkaður í sinni fjórðu flugferð á skömmum tíma. — Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurðsson

Í júlímánuði árið 1987 leyndist laumufarþegi í farþegarými þotu Flugleiða á leið frá Chicago til Lúxemborgar. Flugfreyjurnar höfðu þá orðið varar við kött sem þær töldu vera í eigu farþega og létu hann því í friði það sem eftir var af fluginu.

Kisi nældi sér því í aðra flugferð yfir Atlantshafið frá Lúxemborg til New York og var það ekki fyrr en í þriðju ferðinni, frá New York til Lúxemborgar, sem ákveðið var að gera eitthvað í málunum. En kisi var útsmoginn og faldi sig undir stjórnborðinu í stjórnklefanum og hélt hann sig þar í felum frá flugmönnunum í sinni fjórðu ferð frá Lúxemborg til Keflavíkur.

„Farþegar voru látnir halda áfram með annarri flugvél, en flugvirkjarnir lögðu til atlögu. Hófst eltingaleikurinn um sexleytið að kvöldi og stóð til um fjögur að morgni eða í um tíu tíma, þannig að nóg hlýtur ferðaplássið að vera í skúmaskotum þota Flugleiða fyrir litla ketti,“ er skrifað í Mogganum.

Ferðir kisa litla yfir Atlantshafið voru

...