Einbeitingin skín úr andliti Loga á æfingu í vikunni. Gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni.
Einbeitingin skín úr andliti Loga á æfingu í vikunni. Gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni. — Morgunblaðið/Ásdís

Í móttöku á stofu sjúkraþjálfara situr Logi Guðmundsson og svarar kurteislega í síma þegar kúnnar hringja. Í fljótu bragði virðist hann venjulegur unglingur, hávaxinn og grannur, að vinna sína sumarvinnu. En Logi hefur ekki farið sömu leið og jafnaldrar hans og er allt annað en venjulegur unglingur. Hann hefur lagt á sig mikið erfiði allt frá barnsaldri við ballettæfingar og náð langt á sínu sviði, þrátt fyrir ungan aldur. Eftir tvö ár í ballettnámi í einum virtasta ballettskóla heims, hjá San Francisco-ballettinum, er hann einn af fáum nemendum sem fá að þreyta svokallað nemaár. Að því loknu verður hann fullgildur atvinnudansari og allar dyr munu standa honum opnar.

Efnilegur í samkvæmisdansi

Logi er Hafnfirðingur í húð og hár, sonur Helenu Bjarkar Jónasdóttur og Guðmundar Sævarssonar. Strax um fjögurra ára aldur fór Logi í

...