Sigur Leikmenn ÍBV fagna sigrinum í gær ásamt stuðningsmönnum.
Sigur Leikmenn ÍBV fagna sigrinum í gær ásamt stuðningsmönnum. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

ÍBV vann stórsigur á Fjölni, 5:1, þegar liðin áttust við í toppslag 1. deildar karla í knattspyrnu í Grafarvoginum í gærkvöldi.

Með sigrinum minnkaði ÍBV forskot Fjölnis á toppnum í aðeins eitt stig. Fjölnir er með 32 stig og ÍBV í öðru sæti með 31. Bjarki Björn Gunnarsson kom Eyjamönnum í forystu á 13. mínútu og virtust gestirnir ætla að fara með eins marks forystu til leikhlés.

Tómas Bent Magnússon, Oliver Heiðarsson og Vicente Valor bættu hins vegar við þremur mörkum á fjórum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 4:0 í hálfleik.

Oliver skoraði annað mark sitt í síðari hálfleik áður en Máni Austmann Hilmarsson skoraði sárabótamark fyrir Fjölni tíu mínútum fyrir leikslok. Oliver er búinn að skora 12 mörk í 15 leikjum á tímabilinu og Máni 11 mörk í jafnmörgum leikjum.

ÍR fékk Þrótt úr Reykjavík í heimsókn í Breiðholtið og vann sterkan sigur, 1:0. ÍR er eftir sigurinn í fjórða sæti með 26 stig.

Róbert Elís Hlynsson skoraði sigurmark

...