Pétur Guðvarðsson fæddist 25. febrúar 1932. Hann lést 28. júlí 2024.

Útförin fór fram 3. ágúst 2024.

Ég kynntist Pétri þegar ég var unglingur en þá lágu leiðir hans og Gunnu systur minnar saman. Þau hófu síðan búskap á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá.

Þegar ég var við nám í Reykjavík kom ég iðulega austur á land í skólafríum, þá var komið við á Ketilsstöðum. Við Pétur áttum oft langar og góðar samræður um börn og barnauppeldi og vorum yfirleitt mjög sammála. Það var gaman að ræða við Pétur. Hann var í raun heimspekingur af lífi og sál og sá oft hliðar á málefnum sem aðrir sáu kannski ekki.

Síðar þegar við fjölskyldan fórum í frí á sumrin komum við alltaf við á Ketilsstöðum. Það var svo gaman að koma í heyskapinn og maður þóttist nú alveg hjálpa til þó það

...