Ófarir frumsýningarkvöldsins höfðu djúpstæð áhrif á Boito. Hann dró sig í hlé frá tónsmíðum.
Frumlegur Tónskáldið Arrigo Boito lagði mikið upp úr því að vera frumlegur og raunar vildi hann umbylta óperuforminu á sinni tíð.
Frumlegur Tónskáldið Arrigo Boito lagði mikið upp úr því að vera frumlegur og raunar vildi hann umbylta óperuforminu á sinni tíð. — Ljósmynd/Archivio Storico Ricordi

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Óperan Mefistofele eða Mefistófeles eftir ítalska tónskáldið og rithöfundinn Arrigo Boito var frumflutt á Scala í Mílanó 5. mars 1868. Verkið er byggt á leikriti Goethes um Faust en Boito samdi textann eða líbrettóið sjálfur. Óperan var upphaflega í fimm þáttum auk formála og eftirmála en eftir vægast sagt skelfilegar viðtökur á frumsýningarkvöldinu endurskoðaði Boito verkið og stytti; fyrst fyrir uppfærslu í Bologna 4. október 1875 og svo aftur áður en óperan var sett á svið í Rossini-leikhúsinu í Feneyjum 13. maí 1876. Báðar endurskoðuðu gerðirnar eru í fjórum þáttum, auk formála og eftirmála, og það er útgáfan frá 1876 sem er jafnan flutt í dag.

Mefistófeles er æði misjafnt verk. Það er á köflum

...