Það verður að vera metnaður til að umgjörð náms og skólastarfs sé þannig að börn nái sem bestum árangri í námi.
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir

Við þekkjum flest kennara sem breytti lífi okkar til góðs. Hjá mér koma mörg nöfn upp í hugann, Helga Kristín og Dóra íslenskukennarar í grunnskóla. Helga móðursystir dró mig að landi fyrir samræmt próf í stærðfræði (sem hlýtur að hafa verið þolinmæðisverk). Guðný sögukennari í MR kveikti áhuga á lögfræði þegar hún fjallaði um stjórnarskrá Íslands og ég gæti auðveldlega nefnt fleiri. Kennarar eru auðvitað í lykilhlutverki í lífi barna og unglinga. Sem mamma hefur reynsla mín af kennurum dætra minna verið hin sama.

Virðing fyrir verkefninu

Niðurstaða síðustu PISA-mælingar var að meðal 15 ára barna voru 40% þeirra ekki fær um að lesa sér til gagns. Þessi börn ljúka því miður grunnskólanámi án þess að hafa nægilega sterkan grunn til að byggja á til frambúðar. Sú staða er óásættanleg. Ísland skrapar

...