Eng­in fíkni­efni reyndust vera um borð í báti sem kom að landi í Höfn í Hornafirði í fyrrakvöld, en töluverður viðbúnaður var af hálfu lögreglu og tollgæslu vegna grunsemda um smygl. „Eng­in fíkni­efni reynd­ust vera í pakkn­ing­um sem fund­ust við …

Eng­in fíkni­efni reyndust vera um borð í báti sem kom að landi í Höfn í Hornafirði í fyrrakvöld, en töluverður viðbúnaður var af hálfu lögreglu og tollgæslu vegna grunsemda um smygl.

„Eng­in fíkni­efni reynd­ust vera í pakkn­ing­um sem fund­ust við tollskoðun um borð í skemmti­báti á Höfn í Hornafirði í gær,“ segir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, en lög­regla á Suður­landi og toll­gæsl­an komu einnig að aðgerðinni.

Pakkn­ing­ar voru sendar til rannsóknar í Reykja­vík, en ekkert misjafnt kom í ljós. Tveir skip­verj­ar voru yf­ir­heyrðir vegna máls­ins en eru nú frjáls­ir ferða sinna.