Eftir fréttir um innbrot í Ráðhúsið í Reykjavík bárust Morgunblaðinu ábendingar um að húsvörðum Ráðhússins hefði verið sagt upp í sparnaðarskyni og að enginn næturvörður væri starfandi í húsinu. Ekki sparnaður heldur hagræðing Eva Bergþóra…
Innbrot Þjófarnir komust á skrifstofurnar með því að eiga við hreyfiskynjara, en þar eru ekki öryggismyndavélar.
Innbrot Þjófarnir komust á skrifstofurnar með því að eiga við hreyfiskynjara, en þar eru ekki öryggismyndavélar. — Morgunblaðið/Ómar Óskarsson

Eftir fréttir um innbrot í Ráðhúsið í Reykjavík bárust Morgunblaðinu ábendingar um að húsvörðum Ráðhússins hefði verið sagt upp í sparnaðarskyni og að enginn næturvörður væri starfandi í húsinu.

Ekki sparnaður heldur hagræðing

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að húsvörðum hafi ekki verið sagt upp í sparnaðarskyni, en hins vegar hafi verið hætt að hafa næturvörð í húsinu samkvæmt hagræðingaraðgerðum í tengslum við fjármálahrunið 2008.

Voru 40 mínútur á leiðinni

Spurð um öryggismyndavélar svarar hún því til að það séu öryggismyndavélar í Ráðhúsinu, en þó ekki alls staðar eins og við hreyfiskynjarann. Hins vegar sé innbrotaviðvörunarkerfi í húsinu, sem sé vaktað af öryggisfyrirtæki.

Í fyrstu

...