Disney-fyrirtækið hefur farið hamförum síðustu árin við að setja út nýtt og nýtt efni í Stjörnustríðsbálknum sívinsæla. Svo mjög, að undirritaður, sem kann að eiga fleiri en eina Svarthöfðadúkku, hefur þurft að hafa sig allan við til þess að horfa á þetta allt
The Acolyte Amandla Stenberg í hlutverki sínu.
The Acolyte Amandla Stenberg í hlutverki sínu.

Stefán Gunnar Sveinsson

Disney-fyrirtækið hefur farið hamförum síðustu árin við að setja út nýtt og nýtt efni í Stjörnustríðsbálknum sívinsæla. Svo mjög, að undirritaður, sem kann að eiga fleiri en eina Svarthöfðadúkku, hefur þurft að hafa sig allan við til þess að horfa á þetta allt. Stundum er efnið gott og stundum ekki svo gott, en flestallt er þetta þokkalegt áhorfs.

Í sumar ákvað Disney að bæta enn í sarpinn, en þá komu út á Disney+-streymisveitunni þættirnir The Acolyte (ísl. Fylgjandinn eða Lærlingurinn), en þeir eiga að gerast um heilli öld áður en keisaraveldið illa í bíómyndunum frægu varð til. Aðalhetjan þar er Osha (Amandla Stenberg úr Hunger Games), sem er handtekin í byrjun þáttanna, grunuð um að hafa myrt Jedi-riddara.

...