Nicolás Maduro
Nicolás Maduro

Maria Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sagði í gær að stjórnarandstaðan væri reiðubúin til þess að bjóða Nicolás Maduro, sitjandi forseta landsins, tryggingar fyrir öryggi sínu ef Maduro felst á að semja um friðsöm valdaskipti.

Ólíklegt þykir að Maduro þekkist boðið, en hann mætti fyrir Hæstarétt landsins í gær, og krafðist þess að dómurinn, sem skipaður er bandamönnum hans, staðfesti meintan „sigur“ hans í nýafstöðnum forsetakosningum.

Machado sagði hins vegar í gær að íbúar Venesúela og heimsbyggðin öll gætu séð að Maduro hefði tapað lögmæti sínu.