Réðu þeir bara leigumorðingja og spurðu hvort hann væri til í að keppa á Ólympíuleikunum?
Hinn ævinlega afslappaði Dikec við keppni á Ólympíuleikunum.
Hinn ævinlega afslappaði Dikec við keppni á Ólympíuleikunum. — AFP

Það átti eflaust enginn von á því að einn vinsælasti ólympíufarinn í ár yrði 51 árs gamall keppandi í skotfimi með loftbyssu af 10 metra færi. Sú varð raunin er Tyrkinn Yusuf Dikec hreppti silfrið í greininni ásamt liðsfélaga sínum og varð allt í einu að samfélagsmiðlastjörnu.

Keppendur í skotfimi fá sjaldan mikla athygli á Ólympíuleikunum og það að Dikec hafi náð að vekja áhuga hjá milljónum netverja um allan heim þykir fremur merkilegt. Athyglina fær hann ekki vegna árangursins heldur vegna þess hve afslappaður hann virðist vera í keppni, með hönd í vasa og hversdagsgleraugun er hann skýtur.

Klæðaburður keppenda í loftbyssugreinum líkist búnaði sem sjá má í dystópískum tölvuleikjum eða myndasögum. Búnaður til keppni er heyrnarhlífar, sérstök skotgleraugu eða skotskór og jafnvel

...